Verðandi fermingarbörn Glerárkirkju fóru í sínar árlegu fermingarferðir á Hólavatn í síðustu viku. Ferðirnar voru mjög vel heppnaðar, krakkarnir glaðir að hittast eftir sumarfrí og skemmtu sér vel við að kynnast prestunum fyrir fermingarfræðslu vetrarins. Einnig Sunnu djákna og Eydísi Ösp svæðisfulltrúa KFUM og KFUK sem sjá um UD Glerá unglingastarfið, að ótöldu hinu stórskemmtilega starfsfólki Hólavatns sem aðstoðar okkar alltaf í þessum ferðalögum. Okkur hlakkar mikið til vetrarins með þessum flotta hópi.