25.08.2010
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Glerárkirkju munu sækja námskeiðið Verndarar Barnanna þriðjudaginn 14. september næstkomandi í
Glerárkirkju frá 17:00 til 21:30. Umsjón með námskeiðinu hefur Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar.
Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum.
Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við
kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem
þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Efnið byggist
á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar. Innifalið í verði er verkefnabók og stefnumótunarupplýsingar fyrir
félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki sem vinna með börnum.
Námsefnið er íslensku og fræðslumyndbandið er á ensku en með íslenskum texta.
Á Íslandi eru ein af hverjum fimm stúlkum og einn á móti hverjum tíu strákum sem verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.