Tvo miðvikudaga í júlí bjóðum við upp á íhugunarstundir þar sem stuðst er við aðferðir núvitundar og kyrrðarbænar.
Stundirnar eru kl. 11 og 17 miðvikudagana 8. og 15 júlí, það er engin skráning og engin binding. Fólki er velkomið að mæta á allar, eina eða tvær stundir - allt eftir því hvað passar.
Hálftíma áður en stundirnar hefjast verður örkynning og kennsla fyrir þau sem vilja kynna sér aðferðirnar og læra um núvitund og kyrrðarbæn.
Séra Sindri Geir heldur utan um þessar íhugunarstundir en hann hefur lagt stund á kyrrðarbæn og náttúrubundna núvitund í áratug, sótt námskeið og tekið þátt í íhugunarhópum á Íslandi og í Noregi.
Kyrrðarbæn er íhugunarform sem kallast mikið á við núvitundaríhugun og hægt er að taka þátt í þessum stundum á trúarlegum eða veraldlegum forsendum.
Öll eru velkomin.
Sjá viðburð á facebook: https://www.facebook.com/events/714997009288558/