21.02.2009
Á mánudagsmorgnum hittist fólk í atvinnuleit í safnaðarsal Glerárkirkju, spjallar og spáir í spilin. Þá fær
hópurinn góða gesti í heimsókn hverju sinni. Mánudaginn 23. febrúar verður það Soffía Gísladóttir frá
Vinnumálastofnun sem færir hópnum upplýsingar um mikilvægustu þætti sem einstaklingar á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa í
huga. Húsið opnar kl. 09:00, erindi Soffíu er kl. 09:30. Allir velkomnir, brauð og kaffi á borðum þátttakendum að kostnaðarlausu.