KFUM og KFUK hefur staðið í sumarbúðarekstri við Hólavatn í Eyjafirði frá árinu 1965. Húsakostur hefur nú breyst mikið með tilkomu 200 fermetra nýbyggingar sem tekin var í notkun nú í sumar og vígt 19. ágúst. Þar eru fimm herbergi með rúmum fyrir 34 og svo tvö starfsmannaherbergi. Eldri svefnaðstöðu í gamla hlutanum hefur verið breytt í tómstundarými með borðtennisborði, fótboltaspili og fönduraðstöðu.
Nokkrar myndir frá vígslu húsnæðisins eru nú aðgengilega hér á vef Glerárkirkju. Og við segjum: Til hamingju Hólavetningar.