Presthjónin sr. Árni Svanur Daníelsson og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir rituðu pistil í gær á trú.is um þær áskoranir sem fylgja sumarfríinu. Í kynningu á pistlinum skrifa þau:
Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða.