Þessi pistill birtist á vef sr. Sigríðar og síðan á tru.is, sem viðbrögð við umræðunni um atburðina á Húsavík þegar ungri stúlku var nauðgað þar árið 1999 og eftirmála þess. Eins og oft hittir sr. Sigríður naglann á höfuðið. Hún segir m.a:
Nauðgun er glæpur.
Ég veit að þetta virðist augljóst, en það er samt nauðsynlegt að segja það oft: Nauðgun er glæpur og heyrir undir hegningarlög. Nógu oft til þess að einn daginn trúum við því nógu vel til þess að þessi vitneskja hafi áhrif á orð okkar og gjörðir.