Talningu í biskupskjöri lauk í gær. Þar sem enginn var með hreinan meirihluta verður kosið aftur á milli tveggja efstu. Sr. Agnes M.
Sigurðardóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson hlutu flest atkvæði og ljóst að annað þeirra verður næsti biskup.
Þriggja daga kærufrestur tekur nú við. Berist engar kærur verða prentaðir kjörseðlar fyrir seinni umferð kostninganna og er þess vænst
að þeir geti farið í póst 2. apríl. Þeim yrði þá skilað 16. apríl. Stefnt er að því að telja 21.
apríl.
Sjá nánar á kirkjan.is.