Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum fyrir árið 2013, þar sem enn er gerð atlaga að sóknargjaldinu og öðrum tekjustofnum Þjóðkirkjunnar. Og þá auðvitað líka að tekjustofnum annara trúfélaga. Í opnu bréfi til Alþingismanna sem birtist m.a. á trú.is spyr Gísli Jónasson prófastur Alþingismenn tíu spurninga og biður um svör á opinberum vettvangi.
Í niðurlagi bréfsins segir Gísli m.a.: ,,Nú er svo komið að langlundargeð margra gagnvart því ofríki sem Þjóðkirkjan og önnur trúfélög hafa verið beitt á síðustu árum, er að bresta. Það verður því örugglega vel fylgst með því, hver afstaða þín verður við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins."