Óskalagatónleikar í streymi

Fjórða sunnudag í aðventu ætlum við að koma okkur vel fyrir heima, við tölvuna, í símanum eða fyrir framan sjónvarpið og taka þátt í helgistund í formi óskalagatónleika frá Glerárkirkju. Við ítrekum að ekki er hægt að koma í kirkjuna til að fylgjast með tónleikunum, þeir verða sendir út í beinni á facebook síðu kirkjunnar.

Valmar Väljaots, Margrét Árnadóttir og Petra Björk Pálsdóttir sjá um tónlistina og taka á móti beiðnum um óskalög á meðan stundin stendur yfir.
Áður en stundin hefst birtum við lista af lögum sem hægt er að velja úr auk þess sem þið getið beðið um ykkar uppáhalds jólalag - ef tríóið okkar kann það fær það vonandi að hljóma.

Auk þess munum við segja frá Jólaaðstoðinni.
Þeim sem hafa áhuga á að styrkja Velferðarsjóðinn er bent á reikninginn 0302-13-175063, kt. 460577-0209. Við erum afar þakklát fyrir góðan stuðning sem gerir okkur kleift að styðja vel við þau heimili sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.

Tónlistarfólkið er að æfa ógrynnin öll af jólalögum fyrir sunnudaginn. Þið getið komið með ykkar óskalög og ef þau eru á listanum hjá þeim er bókað mál að þau fái að heyrast, ef þið komið með eitthvað utan listans þá tökum við bara smá spjall um það og sjáum til hvort þau leggi í lagið.

Hér eru þau lög sem þið getið valið úr.
Dansaðu vindur
Ó jesúbarn blítt
Hátíð fer að höndum ein
Jólakvöld (Kirkjuklukka hringir)
Betlehemstjarna
Frá Ljósanna hásal
Jól (Jórunn viðar)
María í skóginum
Það á að gefa börnum brauð
Boðskapur Lúkasar
Það aldin út er sprungið
Jesús þú ert vort jólaljós
Jólin með þér (það er allt breytt vegna þín)
ER líða fer að jólum
Við kveikjum einu kerti á
Skín í rauðar skotthúfur
Bráðum koma blessuð jólin
Jólin koma
Meir snjó
Kom Þú vor Immanúel
Jól, jól skínandi skær
Snæfinnur snjókarl
Söngur jólasveinanna (úti er alltaf að snjóa)
Klukkurnar klingja
Í Betlehem
Aðfangadagskvöld
Á jólunum er gleði og gaman
Bjart er yfir Betlehem
Eitt lítið jólalag
Englakór frá himnahöll
Litla jólabarn
Hátíð í bæ
Heims um ból
Hin fegursta rósin er fundin
Hin fyrstu jól
Hringi klukkurnar í kvöld
Ó Jesúarnir
Hvít jól
Jólafriður
Jólaklukkur (Þótt ei sjáist sól)
Jólakvæði (Nóttin var sú ágæt ein)
Jólasveinninn kemur í kvöld
Jólasveinninn minn
Jólin allstaðar
Jólin held ég heima
Komið þið hirðar
Fögur er foldin
Litla jólabarn (jólaklukkur klingja)
Ó bærinn litli, Betlehem
Ó helga nótt
Óskin um gleðileg jól
Skreytum hús með greinum gænum
Syng barnahjörð
Það aldin út er sprungið
Það heyrast jólabjöllur
Þá nýfæddur Jesú
Ave María
Yfir fannhvíta jörð
Gleði og friðarjól