Óskilamunir í Glerárkirkju

Að vanda hefur nokkuð safnast af óskilamunum í Glerárkirkju í vetur, húfur, vettlingar, peysur, reiðhjólahjálmar og jafnvel buxur. Þeim sem grunar að þau gætu hafa gleymt einhverju í kirkjunni í vetur er bent á að hægt er að nálgast óskilamuni í kringum viðburði í kirkjunni sem og á opnunartíma virka daga milli 11:00 og 15:00. Þann 20. maí verða ósóttir óskilamunir svo gefnir til Hjálpræðishersins. Fermingarbörn sem enn eiga eftir að sækja vinnubækur sínar eru hvött til að gera það á næstu dögum, en prestar kirkjunnar munu hins vegar koma í heimsókn í bekki með myndir úr fermingarathöfnunum í næstu viku.









Nánari upplýsingar veita prestar og starfsfólk kirkjunnar, 464 8800