Páskar í Glerárkirkju - Dagskrá Kyrruviku

Fimmtudagurinn 28. mars Skírdagur
Taizé íhugunarmessa kl. 18:00

Sr.Sindri Geir leiðir okkur í óhefðbundna stund með fallegri íhugunartónlist. Að venju ljúkum við stundinni með því að afskrýða altarið. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

 

Föstudagurinn 29. mars Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund kl. 20:00

Píslarsagan verður lesin og Litanía Bjarna Þorsteinssonar flutt. Sr. Magnús G. Gunnarsson leiðir þessa áhrifamiklu stund og hjálpar okkur að stíga inn í merkingu kyrruviku. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

 

Laugardagurinn 30. mars
Páskavaka kl. 23:00

Það er orðin hefð hjá okkur að koma saman til páskavöku nóttina fyrir páskadag. Við kveikjum bál fyrir utan kirkjuna og tendrum páskaljós sem við berum inn í myrkvaða kirkju. Sr. Sindri Geir og hópur sjálfboðaliða leiða stundina, Valmar Väljaots leiðir söng.

Sunnudagurinn 31. mars Páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00

Gleðilega páska og verið hjartanlega velkomin til messu.
Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

 

Páskasunnudagaskóli kl.10:00
Eydís djákni tekur vel á móti ykkur og á rólega og góða morgunstund með sögu, söng og páskaeggjaleit.

 

Morgunverður í boði Kvenfélagsins Baldursbrár.
Eftir messu býður Kvenfélagið til dýrindis morgunverðar í safnaðarheimilinu, það er um að gera að staldra við eftir helgihaldið og foreldrar sunnudagaskólabarna geta komið aðeins fyrir barnastundin og fengið sér morgunverð áður en sunnudagaskólinn hefst.

 

Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð kl.13:00
Sr. Magnús G. Gunnarsson og Kór Glerárkirkju leiða fallegt hátíðarhelgihald. Verið öll hjartanlega velkomin.