Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, tekur þessa dagana þátt í verkefni Rauða krossins sem fram fer í Simbabwe ásamt 40 þátttakendum m.a. frá Ástralíu, Noregi og Kanada. Um starfsþjálfun er að ræða þar sem þátttakendur eru undirbúnir undir starf sem sendifulltrúar í tengslum við neyðarsveitir (ERU) Rauða krossins. Á bloggsíðu Péturs má fræðast lítillega um þetta verkefni og bakgrunn þess að hann sé nú þátttakandi á slíku námskeiði.