Safnað til stuðnings hjálparstarfi!

Dagana 2. og 3. nóvember gengu fermingarbörn frá Glerárkirkju í hús norðan Glerár og söfnuðu til stuðnings vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Alls söfnuðust 191.158 krónur í ár og mun sá peningur duga fyrir a.m.k. einum brunni. Áður en börnin gengu í hús fengu þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli.

Með því að taka þátt í fjáröflunarverkefninu fá börnin innsýn í líf jafnaldra sinna í starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku og kynnast erfiðleikum sem þau búa við. Fermingarbörnin fá líka tækifæri til að ræða um ábyrgð okkar allra á því allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Í nóvember 2014 söfnuðu fermingarbörn um allt land 8.162.460 krónum til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Eþíópíu og Úganda. 

Þeir sem ekki voru heima geta stutt við verkefnið með því að leggja inn á söfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334 - 26 - 56200, kt. 450670-0499.

 

Að þessu sinni tóku eftirfarandi fermingarbörn þátt og færum við þeim okkar bestu þakkir:

  • Marta Bríet Aðalsteinsdóttir
  • Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir
  • Kolfinna Jóhannsdóttir
  • Tinna Klemenzdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir
  • Amelía Mist Guðmundsdóttir
  • Unnar Rúnar Hafberg
  • Sindri Freyr Viggósson
  • Daníel Orri Helgason
  • Níels Kristinn Ómarsson
  • Halla Rut Ákadóttir
  • Rannveig Sif Þórhallsdóttir
  • Alexander Jallow
  • Hákon Karl Sölvason
  • Elvar Freyr Ingólfsson
  • Bjarmi Fannar Óskarsson
  • Bergrún Bjarnadóttir
  • Álfheiður Björk Hannesdóttir McClure
  • Svava Rún Þórhallsdóttir
  • Adam Ingi Viðarsson
  • Egill Elvarsson
  • Ástvaldur Eyfjörð Friðriksson
  • Matthías Sveinn Einarsson
  • Daníela Arnardóttir
  • Kristján Páll Pálsson
  • Aron Hólm
  • Elín Matthildur Jónsdóttir
  • Andrea Rós Gísladóttir
  • Stefán Páll Pálsson