Aðventublaðið okkar kemur út nú í vikunni. Þetta er 36. árgangur safnaðarblaðsins og eins og venjulega gefum við út blað við upphaf aðventu og fyrir páska. Í blaðinu má sjá glitta í allt það fjölbreytta starf sem fer fram hér í kirkjunni alla daga. Eins er dagksrá aðventunnar hér í kirkjunni kynnt en þrátt fyrir COVID ætlum við að halda okkar striki með flesta fasta liði, koma saman í gleði og söng og njóta þessa undirbúningstíma.
Hér má lesa blaðið