Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði kirkjuþing við setningu þess í morgun. Hlusta má á ræðu hans hér. Sagði Ögmundur sögu kirkju og þjóðar ekki auðveldlega slitna í sundur. Kirkjan, óttalaus, staðföst og sterk, væri sú kirkja sem þjóðin hefði ákveðið að ætti að vera með okkur um ókomna framtíð. Kirkjan væri eign þjóðarinnar, þjóðin yrði að umbera hana sem og kirkjan þjóðina, líkt og veðurfræðingar innanríkisráðherra! Við sviptivinda í þjóðmálum væri ekki leiðin að höggva á rótina heldur hlúa að henni.
Hægt er að fylgjast með umræðum á þinginu á vef þess www.kirkjuthing.is en þar sitja m.a. fulltrúar prófastsdæmisins þeir Birgir Styrmisson, Stefán Magnússon og Pétur Björgvin Þorsteinsson