Samherji styrkir æskulýðsstarf Glerárkirkju

Mynd: Vikudagur
Mynd: Vikudagur
Samherji hf. boðaði til móttöku síðdegis í dag í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna. Þar af fékk æskulýðsstarf Glerárkirkju eina milljón króna. Við í Glerárkirkju þökkum kærlega fyrir okkur. Sjá nánar í frétt á vikudagur.is.