Þau sem misst hafa ástvina finna gjarnan fyrir óróleika, kvíða eða auknum söknuði þegar jólin nálgast.
Við tengjum ýmsar fjölskylduhefðir þessari hátíð og því er það bæði áþreifanlegt og sársaukafyllra en aðra daga að einhvern vanti í hópinn.
Fimmtudagskvöldið 16. nóvember ætlum við að koma saman í sal Glerárkirkju og eiga samtal um jól og sorg. Sigríður Ásta Hauksdóttir fjölskylduráðgjafi flytur smá erindi og leiðir okkur svo í spjall yfir kaffi- eða tebolla.
Það eru öll velkomin á þessa samveru sama hvort þau hafa misst nýlega eða ekki, þetta er líka góð stund fyrir þau sem eru að styðja við syrgjendur um hátíðirnar.
Við reiknum ekki með því að fara yfir 50 manns og gerum ekki kröfu um hraðpróf en það væri gott ef fólk gæti tekið heimapróf til öryggis.