Fyrsta samræðukvöldið um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann var á miðvikudaginn var. Hér á vefnum má
nú hlusta á tveggja manna tal þeirra sr. Jóns Ármanns Gíslasonar, prófastur, og Jóns Vals Jenssonar, kaþólskur
guðfræðingur, um efni kvöldsins: Sagan og raunveruleikinn. Þá flutti sr. Guðmundur Guðmundsson stuttan inngang um ærlegt samtal páfa og
rabbía. Næsta miðvikudagskvöld kl. 20 halda svo sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði, og dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavík áfram með efnið: Kirkjan og guðfræðin.
Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.