19.02.2009
Næstkomandi sunnudag, 22. febrúar verður boðið upp á fræðslu í safnaðarsal kirkjunnar á undan messu eða kl. 10:00 árdegis.
Þar mun Kristján Már Magnússon sálfræðingur fjalla um efnið Samskipti foreldra og barna og unglingsárin. Minnt er á að
blessuð börnin eru okkur dýrmætasti fjársjóður og foreldrar og aðrir hvattir til að gefa málefninu tíma. Nánari upplýsingar
gefa prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson.