Á morgun verður samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju. Gestur samverunnar verður Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún mun fjalla um endurminningar frá liðinni tíð og svo syngjum við inn vorið! Allir eru velkomnir. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð 14:45.