Undanfarið höfum við glímt við manneklu í kirkjunum á Akureyrarsvæðinu, þar sem að sr. Hildur Eir er í veikindaleyfi og sr. Jóhanna býr sig undir umvefja nýtt líf örmum.
Til að mæta því hefur biskups Íslands gripið til þess að biðja sr. Stefaníu okkar Steinsdóttur að leysa Hildi Eir af í Akureyrarkirkju.
Í staðinn fáum við að njóta krafta sr. Odds Bjarna Þorkelssonar sem mun þjóna hér í Glerárkirkju til áramóta. En hann mun jafnframt þjóna áfram sína prestakalli að einhverju leyti og sr. Sindri tekur þátt í því. Hér er því bæði gefið og þegið.
Einnig mun sr. Þorgrímur Daníelsson prestur á Grenjaðarstað í Aðaldal leysa af við guðsþjónustur í nokkur skipti í haust til að létta undir með svæðinu.
Oddur hefur störf í Glerárkirkju 1. október. Hægt er að bóka samtöl eða athafnir hjá honum á oddurbjarni@gmail.com, eða í síma 895 6728.
Við bjóðum þá Odd og Þorgrím velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.