Á sunnudaginn verða messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sunnudagurinn 9. nóvember er Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar. Í messunni mun tónlistin og sálmasöngurinn bera hinni fjölþjóðlegu kirkju Krist vitni, sungnir verða íslenskar þýðingar sálma frá Nígeríu, Suður Afríku og Suður Ameríku. Starf Kristniboðssambandsins verður kynnt og sérstaklega minnst í fyrirbæninni. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Guðmundur Guðmundsson þjóna ásamt messuþjónum. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Sunnu Kristrúnar, djákna. Það verður söngur, brúðuleikhús, holy moly og mikil gleði.