Ríkissjónvarpið birti áhugavert viðtal við sr. Agnesi M. Sigurðardóttur verðandi biskup í gærkvöldi. Viðtalið gefur tón sem ætla má að sé gott upphaf að vegferð hennar sem biskup. Sr. Agnes birtist fólki sem heilsteypt manneskja, sönn í því sem hún tekur sér fyrir og ekki eru meðmæli heimafólks af verri endanum. Sr. Agnes var meðal annars spurð að því í þættinum hvort hún hefði aldrei efast í trúnni. Því svaraði sr. Agnes:
"Jú, ég hef efast í trú minni. Efinn er hluti af trúnni. En ég hef aldrei efast um það að Guð væri til og vissi af mér. Ég hef aldrei efast um það, en ég hef efast um ýmislegt annað."
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vef RÚV.