Það er venjan að hér sé smá sumarfrí í kringum verslunarmanna helgina og hlé á helgihaldi. Við erum samt tilbúin í síðsumarið og hlökkum til að eiga góðar stundir hér í kirkjunni.
Sjóarasöngvar
13. ágúst kl.20:00 í Glerárkirkju
Ljúkum Fiskidagshelginni með góðri helgistund. Sr. Helga Bragadóttir þjónar,Ívar Helgason og Valmar Väljaots sjá um tónlistina. Syngjum saman lög, sálma og söngva tengda hafi og sjómennsku.
Kaffihúsamessa
20. ágúst kl.11:00 í Glerárkirkju
Sr. Helga Bragadóttir þjónar, Valmar Väljaots og félagar úr kórnum leiða söng. Heitt á könnunni og með því meðan við eigum helgistund.
Taizé íhugunarmessa
27.ágúst kl.20:00 í Glerárkirkju
Sr. Sindri Geir þjónar við ljúfa íhugunarstund þar sem við komum saman í kyrrð og bæn. Félagar í kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Valmars Väljaots.
Hefðbundin messa
3. september kl.11:00 í Glerárkirkju
Sr. Helga, sr. Sindri og Eydís Ösp leiða saman messu þar sem Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Að messu lokinni, eða kl.11:50 eru foreldrar og forráðamenn fermingarhópsins boðin velkomin í spjall í safnaðarheimili.