Sjálfboðaliðar á vegum Glerárkirkju í Noregi - frásögn

Æskulýðsstarf Glerárkirkju er viðurkennd sendisamtök fyrir evrópska sjálfboðaliða innan Evrópu Unga Fólksins. Síðastliðið sumar fóru tveir sjálfboðaliðar til Noregs frá okkur, en þetta er annað sumarið sem Æskulýðsstarf Glerárkirkju sendir sjálfboðaliða erlendis. Hins vegar hafa alls komið 13 sjálfboðaliðar til okkar síðustu 6 árin. Þegar sjálfboðaliðar koma heim aftur eru þeir beðnir að svara nokkrum spurningum og segja frá verkefninu. Hér koma svörin frá þeim Brynju og Þorbjörgu.
Við, Brynja og Þorbjörg, fórum til Noregs í mánuð á vegum EVS til að vinna með götuleikhúsinu/ fjöllistahópnum Stella Polaris.  Þetta er búið að vera eitt stórt ævintýri.  Okkur finnst við hafa lært svo mikið á þessum stutta tíma, eignast góða vini sem eiga heima út um allt og þessi ferð hefur opnað nýjar dyr fyrir okkur.  Til dæmis höfum við báðar meiri áhuga á leiklist og ýmsum hlutum sem við vorum kannski ekki búnar að spá svo mikið í áður.  Svo lentum við í hinum ýmsu ævintýrum á ferðum okkar.  Fórum svaka langa leið til næsta bæjar á hjóli einu sinni, hlupum allsberar með hóp af stelpum út í skógi og hoppuðum út í fallegt stöðuvatn þar sem voru snákar syndandi í. Við getum auðveldlega sagt að í hvert skipti sem við eigum eftir að hugsa til baka um þessa Noregsferð mun koma upp eitt stórt bros.


Hvernig var undirbúningi á Íslandi háttað? Kostir/gallar.
Pétur var mjög hjálplegur, ef það var eitthvað sem við þurftum að vita svaraði hann því. Hann var í góðu netsambandi við okkur.  Hjálpaði okkur með umsóknina og tjékkaði á breytingum á fluginu fyrir okkur. Það var mjög gaman að hittast á kaffi París og fá kjúklingasallat :) 

Hvernig var stuðningi íslensku sendisamtakanna háttað? kostir/gallar.
Við þurftum reyndar ekki mikið á stuðningi íslenska sendisamtakanna að halda, en við vissum allan tímann að ef eitthvað myndi fara úrskeiðis gætum við hringt í Pétur. Hvernig pössuðu þær upplýsingar sem þið fenguð frá sendisamtökunum við veruleikann úti? Reyndar vissi Þorbjörg meira um Stella Polaris og verkefnið, því hún hafði unnið með þeim á Íslandi.  Pétur vissi ekki mikið hvað væri að fara að gerast en það kom ekki að sök.



Hvernig gengu praktísk mál: Tryggingar, ferðalög, peningagreiðslur…
Ferðalagið gekk vel, við þurftum ekki að borga flugmiðann og við fengum vasapening um leið og við komum sem kom sér mjög vel. 

Hvers vegna mynduð þið (ekki) mæla með þessum móttökusamtökum?
Við myndum mæla mjög mikið með þeim.  Eina sem var að var kannski að það var ekki alltaf til nógur morgunmatur.  En maturinn var mjög góður.  En þau reyna alltaf að láta manni líða vel sem er mjög gott, góður hópandi.  Þetta er eins og stór fjölskylda.



Hvað finnst ykkur að sendisamtökin gætu gert betur?
Okkur fannst mjög vel staðið að þessu.  En ef það er eitthvað þá hefðu þau getað kynnt sér betur hvað við værum að fara að gera.

Hvaða kosti og galla sjáið þið við sendisamtökin?
Þau eru traust og til staðar. 

Hvernig getum við hvatt ungmenni á Akureyri til þátttöku í svona verkefnum?
Þið getið verið með kynningar á Stella Polaris í skólum, sýnt vídjó og myndir frá sýningum.  Sagt frá reynslu okkar í þessu verkefni.

Hvað stendur upp úr að loknu þessu verkefni?
Við kynntumst frábæru fólki frá allskonar löndum!  Við komumst að því að Noregur og Ísland eru líkari en við héldum.  Þau eru bæði stolt af því að vera gamlir Víkingar.  Svo lærðum við meira um öðruvísi menningu frá ólíkum löndum eins og t.d. Georgíu, Póllandi og Spáni. Við lærðum nýja hluti í leiklist, tónlist og dansi. Við fengum mikinn innblástur sem lét okkur hugsa meira um að við getum gert svo marga hluti. Maður var ótrúlega aktífur allann tímann og það var mjög mikið um líkamlega þjálfun sem okkur fannst mjög gott.  Það var mjög gaman að búa í eins konar kommúnu í mánuð :).

Tenglar
* Frásögn sjálfboðaliða sem fóru erlendis 2010.
* Meira um Evrópu Unga Fólksins verkefni Æskulýðsstarfs Glerárkirkju.
* Opinber vefur um Evrópu Unga Fólksins á Íslandi.
* Stella Polaris - móttökusamtökin í Noregi.