Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sóknarprestur í Möðruvallaprestakalli, var fyrirlesari á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 14. nóvember 2012. Hún nefndi erindi sitt "Sjálfsvirðing" og spurði m.a. í upphafi: "Hver er ég, hvert er samhengi mitt, hvað hefur áhrif á mig, hverjar eru fyrirmyndir mínar, hvað nema augu mín og eyru án þess að ég taki eftir því?" Hún benti á að allt væru þetta spurningar sem vert væri að skoða þegar kynin, einsetulíf, hjónaband og sjálfsvirðing væru hugleidd. Erindi hennar í heild sinni er birt hér á vefnum með aðstoð Youtube.