Hjördís Eva Ólafsdóttir kórstjóri Barnakórs Glerárkirkju tekur við skráningum í kórinn mánudaginn 29.
ágúst næstkomandi milli kl. 15:00 og 16:00. Æfingar kórsins verða á mánudögum milli þrjú og fjögur. Öll börn
úr fyrsta til fimmta bekk eru hjartanlega velkomin í Barnakór Glerárkirkju.
Æskilegt er að forráðafólk mæti með börnunum í skráninguna. Gefa þarf upp nafn barns, forráðafólks, heimilsfang,
símanúmer og netfang.
Í Barnakór Glerárkirkju gefst börnum kostur á að taka sín fyrstu skref í því að syngja í kór. Þau læra
einradda lög og sálma, koma fram í fjölskylduguðsþjónustu og sjá um jólahelgileikinn í Glerárkirkju.
Stjórnandi kórsins er Hjördís Eva Ólafsdóttir tónmenntakennari. Hægt er að ná á Hjördísi símleiðis
í síma 864 0508 eða á netfangið hjordis[hjá]glerarkirkja.is.
Umsjón með öllu tónlistarstarfi Glerárkirkju hefur Valmar Väljaots, organisti Glerárkirkju. Hægt er að ná á Valmari
símleiðis í síma 849 2949 eða á netfangið valmar[hjá]glerarkirkja.is.
Boðið verður upp á þá nýbreytni í vetur að þeir krakkar sem kjósa geta mætt í kirkjuna klukkan hálf
þrjú og farið í leiki og hlustað á sögu við altarið í kirkjunni eða litlu kapellunni. Umsjón með þeim þætti
starfsins hefur Pétur Björgvin djákni. Hægt er að ná á Pétri símleiðis í síma 864 8451 eða á netfangið
petur[hjá]glerarkirkja.is
Tenglar:
Auglýsing til útprentunar.
Ítarefni um starf með börnum og unglingum í Glerárkirkju.