Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða

Glerárkirkja stendur fyrir skyndihjálparnámskeiði fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða kirkjunnar og KFUM og KFUK. Um fjögurra kennslustunda námskeið er að ræða. Námskeiðið fer fram í safnaðarsal Glerárkirkju þriðjudaginn 9. október og hefst kl. 17:30. Þátttaka er ókeypis, skráning á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is.

Kennd verða helstu undirstöðuatriði í skyndihjálp. Sérstaklega er horft til starfsvettvangsins kirkja/æskulýðsstarf. Leiðbeinandi er eins og undanfarin ár, Anna Sigrún Rafnsdóttir. Anna er viðurkenndur skyndihjálparleiðbeinandi Rauða Krossins og starfar daglega með börnum (grunnskólakennari).

Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju, í síma 864 8451 / 464 8807.

Auglýsing á PDF-formi til útprentunar.