Á Sumardaginn fyrsta ætlum við að bjóða upp á einfaldar og fallegar skírnarstundir hér í kirkjunni. Þetta er jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna og það er ekkert gjald fyrir athöfnina en þau skírðu fá litla skírnarköku með sér heim.
Fundið þið aldrei rétta tímann fyrir skírn? Á að ferma og tilvonandi fermingarbarn óskírt? Er covid barn á heimilinu og það var bara ves að smala í skírn í samkomutakmörkunum? - Þá er þetta upplagt.
Skírnarstundirnar verða á milli 13:00-16:00.
Sendið póst á hildurbjork@glerarkirkja.is til að fá tíma í "skyndiskírn".