Í dag miðvikudaginn 10. nóvmeber eftir kl. 17:30 þá munu fermingarbörn ganga í hús með söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Meðal þess sem börnin fá að kynnast í fræðslunni hjá okkur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá fræðslu um þær erfiðu aðstæður sem fólkið á verkefnasvæðum glímir við og við ræðum um sameiginlega ábyrgð þjóða heims á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.
Fjáröflun með aðstoð barna í fermingarfræðslu fór af stað fyrir tuttugu og þremur árum og hefur gengið vel og hafa safnast á hverju ári um það bil átta milljónir í hvert skipti.
Allt starf Hjálparstarfsins snýst um að fólk fái tækifæri. Takk fyrir að vera með okkur í því!