Á sunnudaginn tökum við nýja sálmabók þjóðkirkjunnar formlega í notkun við kvöldguðsþjónustu þar sem áherslan verður á fjölbreytt sálmaúrval.
Við syngjum gamla sálma sem hafa fylgt kirkjunni um aldir, nýja sálma úr ýmsum áttum og gamla sálma sem fengið hafa nýtt lag og nýtt líf.
Tónlistin er mikilvægur hluti af helgihaldi kirkjunnar, og með útgáfu þessarar sálmabókar er sleginn nýr tónn í tónlistarvali við messur og guðsþjónustur.
Prestar Glerárkirkju leiða stundina, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Verið velkomin