Sunnudagaskólastarfið er hafið í Glerárkirkju og hvetjum við foreldra og forráðafólk, afa og ömmur til þess að mæta með börnin sín í sunnudagaskólann. Í vetur munum við hafa þann háttinn á að í forkirkjunni er komið fyrir borði með litum og litlu leikhorni fyrir þau sem það kjósa á meðan þau bíða eftir að sunnudagaskólinn hefjist. Helgihaldið hvern sunnudag hefst í kirkjunni sjálfri en eftir 10 til 12 mínútur er ganga þau sem það kjósa yfir í safnaðarsalinn og taka þátt í sunnudagaskólanum. Krakkarnir fá afhenta litla bók sem þau geta nýtt til að safna biblíumyndunum í. Aftan á bókina er gefinn stimpill fyrir hvert skipti sem mætt er í sunnudagaskólann.
Það er hópur af framhaldsskólanemum sem sér um sunnudagaskólann í vetur en Marína Ósk Þórólfsdóttir stjórnar tónlistinni.
Nánar má fræðast um barnastarf kirkjunnar á vefnum barnatru.is.