Sr. Halti Þorkelsson prestur í Kaþólsku kirkjunni flytur erindi um tíðabænir

Sr. Hjalti hefur verið prestur á Akureyri um nokkurra ára skeið. Prestar Kaþólsku kirkjunnar og reglufólk biðja daglega tíðabænir á ákveðnum tíma dags, hver fyrir sig eða saman þar sem það hentar. Um það fjallar hann á fræðslukvöld miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20. Hann nefnir erindi sitt: Tíðabænir, daglegar bænir kirkjunnar. Eftir kaffihlé og umræður mun hann leiða tíðabæn í kirkjunni eftir venju kaþólsku kirkjunnar.

Frekar upplýsingar um kvöldin eru hér og erindi á YouTube sem hafa verið flutt.

plakat