Síðasta fræðslukvöldið í Glerárkirkju þetta misserið verður miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20-22. Sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárkirkju, mun fjalla um bréf Jóhannesar postula og Opinberunarbókina. Erindið nefnir hann: Trúarreynslan og sýn til efsta dags. Í erindi sínu mun Jón Ómar fjalla um áherslur Jóhannesarbréfanna um eðli Guðs og eftirfylgdina við Jesú Krist. Jón Ómar mun einnig fjalla um Opinberunarbókina og gildi hennar fyrir kristið fólk í dag.