Glerárkirkja auglýsir laust til umsóknar starf Umsjónarmanns Glerárkirkju.
Helstu verkefni umsjónarmanns:
● Viðvera á opnunartíma kirkju
● Bókanir á kirkju vegna athafna og útleigu
● Umsjón með viðhaldi og rekstrartengdum málum kirkjunnar.
● Taka þátt í fundum framkvæmdanefndar og sóknarnefndar
● Afleysing kirkjuvarða og þátttaka í helgihaldi
● Önnur verk
Menntun og fyrri reynsla:
● Leitað er að einstaklingi með iðnmenntun eða háskólapróf sem nýtist í starfi
● Lipurð í samskiptum og jákvætt viðhorf
● Góð almenn tölvukunnátta og geta til að vinna sjálfstætt
● Reynsla af húsumsjón og kirkjustarfi kostur
Sótt er um starfið með tölvupósti á netfang formanns sóknarnefndar,
johann.hjaltdal@gmail.com. Með umsókn skal skila sakarvottorði.
Fram komi í umsókn hvernig fyrri menntun og reynsla nýtist í starfi að mati umsækjanda.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Þorsteinsson í síma 6994115.
Umsóknarfrestur er til 7. júní 2022.