Starfsfólk Glerárkirkju og fulltrúar frá Kór Glerárkirkju sóttu í gær eldvarnarnámskeið hjá Birni H. Sigurbjarnarsyni, aðstoðarslökkviliðsstjóra á Akureyri. Námskeiðið er liður í símenntun og þjálfun þeirra sem koma að starfinu í Glerárkirkju. Farið var yfir helstu lög og reglur varðandi eldvarnir og benti Björn á ýmsa mikilvæga þætti varðandi rýmingu húsnæðis, útgönguleiðir, staðsetningu slökkvitækja, neyðarlýsingu og útlýsingu. Þá fengu þátttakendur kynningu á helstu gerðum slökkvitækja og tækifæri til að prufa þær allar. Síðasta mál á dagskrá var svo æfing í notkun á eldvarnarteppi.
Hægt er að skoða myndir frá æfingunni á Facebook síðu Glerárkirkju.