Uppfært 08.11.21 : Vegna stöðunnar á covid og nýjum samkomutakmörkunum sjáum við okkur ekki fært að vera með þessa tónleika fyrir áramót. Takk fyrir góðar undirtektir.
Komandi ár ætlum við að leggja púður í að safna fyrir viðhaldsvinnu við Lögmannshlíðarkirkju. Þessi fallega sveitakirkja okkar verður 161 árs við upphaf aðventu og hefur verið staður sem tengir kynslóðirnar hér í Þorpinu. Hvert vor og sumar ákveður hluti fermingarhópsins að fermast uppi í Lögmannshlíð eins og amma og afi gerðu, eins er þetta kirkja sem margt fólk með rætur hér norðan Glerár velur fyrir stóru stundirnar og tímamótin á lífsgöngunni, skírn, hjónavígslu og útför.
Í rúman áratug hefur viðhaldi verið vel sinnt en nú er ljóst að til að koma kirkjunni í ásættanlegt ástand svo hún standi af sér veður, vind og ágang tímans þarf að laga sökkulinn undir henni og fara í töluverðar framkvæmdir inni í kirkjunni.
Við viljum varðveita Lögmannshlíðarkirkju og sögu hennar. Því blásum við til þessara fyrstu styrktartónleika af mörgum og bjóðum ykkur að styðja við Velunnarasjóð Lögmannshlíðarkirkju með því að eiga þessa kvöldstund með okkur.
Aðgangsgjald verður 2.500kr eða frjáls framlög, það verður posi á staðnum.