Skráning er hafin á sumarnámskeið Glerárkirkju
Glerárkirkja býður uppá tvö sjálfstæð námskeið í sumar fyrir krakka í 1. – 4. bekk (fædd 2013 – 2016).
Fyrra námskeiðið er dagana 12. – 16. júní en seinna er dagana 19. – 23. júní. Verður margt í boði á námskeiðunum t.d. hjóladagur, bæjarferð, grill, leikir og margt fleira.
Eru námskeiðin frá 09:00 – 15:00.
Hvort námskeiðið um sig kostar 10.000 kr per barn.
Nánari upplýsingar veitir Eydís Ösp eydisosp@glerarkirkja.is