Sunnudaginn 26. febrúar verður sr. Sindri Geir með sunnudagaskólann kl.11:00
Söngur, saga, leikur og gleði! Sjáumst hress.
Um kvöldið er svo messa með íhugunarþema kl.20:00, þá leiðir sr. Sindri Geir óhefðbundna stund þar sem áherslan er á núvitund, kyrrð og ró.
Guðrún Arngrímsdóttir, annar eigandi Sjálfsræktar hér á Akureyri, leiðir okkur í gegnum núvitundaræfingar sem geta verið okkur sterkt verkfæri til að rækta fram ró í hversdeginum.
Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Þessi stund er hluti af verkefni sem við í Glerárkirkju stöndum að fram að páskum þar sem við leggjum áherslu á þriðja boðorðið - halda skalt þú hvíldardaginn heilagann.
Hvaða leiðir og verkfæri höfum við til að rækta hvíld, hugarró og frið í okkar lífi?
Verið velkomin