Sunnudagaskólinn í Glerárkirkju hefst 19. september. Lögð verður áhersla á hreyfisöngva, sagðar sögur og
brúðuleikhúsið erá sínum stað. Það eru þau Dagný, Kolbrá, Lena, Linda, Ragnheiður, Stefanía og Andri sem skipta
með sér umsjóninni í vetur.
Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna með börn á öllum aldri. Sameiginlegt upphaf er í messu safnaðarsins klukkan ellefu en að loknum ritningarlestrum
fara börnin með leiðtogunum yfir í safnaðarsalinn.