Þann 27. júní 2012 féll dómur í Köln í Þýskalandi sem hefur vakið mikla athygli og er hann nú ræddur víða um heim. Í þessu máli fékk læknir á sig dóm fyrir að umskera ungan dreng að beiðni foreldranna. Ástæðan var ekki heilsufarsleg heldur trúarleg. Í nýjasta hefti rafræna tímaritsins "With Heart and Mind" sem kemur út hjá Lúterska heimssambandinu fer sr. Theresa Haenle ítarlega ofan í málavöxtu og hvetur fólk til að kynna sér málið.
Lesa grein sr. Theresu Haenle (pdf-skjal).