Þemavika fermingarbarna heldur áfram

Þemavika fermingarbarna hófst með fjölmennri guðsþjónustu síðastliðið sunnudagskvöld þar sem fermingarbörn og foreldrar tóku virkan þátt í helgihaldinu. Í gær mánudag bauðst krökkunum svo að kynnast því hvernig það er að syngja í æskulýðskór og létu nokkur fermingarbörn sjá sig - bæði strákar og stelpur. Við hér í Glerárkirkju fögnum þessari virku þátttöku og hlökkum til að sjá hve mörg mæta í dansinn í dag kl. 17:00.  Einnig minnum við á að fermingarfræðslan er á sínum stað, dagskrár þemaviku er til viðbótar við hefðbundna fræðslu. 1. mars kl. 17:00 - ÞRIÐJUDAGUR
Ert þú dansari?
Á þemadegi 2, þriðjudaginn 1. mars er boðið upp á danssmiðju í safnaðarsalnum frá 17:00 til 18:00 undir stjórn kennara frá Point dansstúdíó. Hér er um kennslu og kynningu að ræða og um að gera að láta sjá sig og prufa hvað þér finnst skemmtilegast við það að dansa.

2. mars kl. 17:00 - MIÐVIKUDAGUR
Málarar óskast!
Hefur þú tekið eftir því að við innganginn á neðri hæð eru myndir á veggjunum sem fermingarbörn fyrri ára máluðu beint á vegginn? Nú er komið að ykkar árgangi að mæta og vera með milli 17:00 og 19:00 miðvikudaginn 2. mars. Við skreytum safnaðarheimilið.

3. mars kl. 17:00 - FIMMTUDAGUR
Lífið er leikur!
Þessi dagur er toppdagur þemavikunnar, við fáum heimsókn frá krökkum úr Skagafirði og í sameiningu ætlum við að leika okkur og kynnast listinni að leika. Dagskráin hefst kl. 17:00 og henni lýkur þennan fimmtudag 3. mars kl. 19:00. Allir velkomnir!

4. mars kl. 17:00 - FÖSTUDAGUR
DVD-dagurinn.
Föstudaginn 4. mars eru öll fermingarbörn sem tóku þátt í þemavikunni boðin hjartanlega velkomin á dvd-síðdegi í kirkjunni. Við byrjum klukkan fimm, horfum á dvd-mynd, fáum okkur popp og endum með því að fá okkur pizzu. Dagskrárlok uppúr klukkan 19:00.

6. mars kl. 11:00 - SUNNUDAGUR
Fjölskylduguðsþjónusta.
Fermingarbörn úr Síðuskóla sjá um helgileik. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Djákni: Pétur Björgvin Þorsteinsson.

6. mars kl. 20:30 - SUNNUDAGUR
Söngmessa.
Valmar og Kór Glerárkirkju bjóða fermingarbörnum að taka virkan þátt í söngnum. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Fjölmennum á þessa flottu stund kl. 20:30. Vöfflusala Glerbrots á undan til styrktar góðu málefni.

Sjá einnig foreldrabréf til fermingarbarna á: http://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/news/foreldrabref-til-fermingarbarna/