Mánudagskvöld
eru þjóðgildakvöld á vorönn í Glerárkirkju. Næsta mánudag mun Guðmundur Baldvin Guðmundsson frá Framsóknarflokknum
fjalla um lýðræði og jöfnuð, en sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun sjá um hugvekju í upphafi kvöldsins. Frásagnir af
kvöldunum eru birtar á vef prófastsdæmisins, hugvekjur kvöldanna gerðar aðgengilegar á vefnum og framsöguerindið birt á youtube.
Fjórða umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Virðing og réttlæti. Katrín Ásgrímsdóttir, sem situr
í kirkjuráði þjóðkirkjunnar var með hugvekju. Hugvekju hennar má lesa á
trú.is. Þá flutti Hermann Jón Tómasson fulltrú Samfylkingunnar erindi sem hann nefndi:
“Þjóðgildin virðing og réttlæti. Erindi hans er í heild á
You-tube.
Á
vef prófastsdæmisins má lesa
samantekt á innleggi þeirra og nokkur atriði úr umræðunum.
Þriðja umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Heiðarleiki og traust. Fjalar Freyr Einarsson kennari var með hugvekju. Nálgast má
punkta frá hugvekju hans
á vef Glerárkirkju. Þá flutti Hlín Bolladóttir
fulltrúi Lista fólksins erindi um heiðarleika og traust. Erindi hennar er í heild á
You-tube. Á
vef prófastsdæmisins má lesa samantekt frá kvöldinu.
Annað umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Ábyrgð og frelsi. Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju var
með hugvekju. Hugvekju hans má lesa á
trú.is. Þá flutti Baldur Dýrfjörð
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins erindi um ábyrgð og frelsi. Erindi hans er í heild
á You-tube.
Á
vef prófastsdæmisins má lesa samantekt frá kvöldinu.
Umræðukvöldin hófust 7. febrúar síðastliðinn, en það kvöld flutti Gunnar Hersveinn erindi um ÞJÓÐGILDIN. Nálgast
má samantekt frá fyrsta kvöldinu
á vef prófastsdæmisins, en einnig bendum við
á vef bókarinnar,
http://www.thjodgildin.is/