Stefán Magnússon, kirkjuþings og kirkjuráðsmaður, hefur haft frumkvæði að þessu málþingi en undanfarnar vikur hafa verið boðið til samræðna um framtíðarsýn kirkjunnar á biskupsstofu. Þær má kynna sér og hlusta á hér á vefnum.
Stefán sendi frá sér eftirfarandi kynningu með hvatningu um að taka þátt í þessu samtali hér í héraði:
Í ljósi þess að svokallað kirkjujarðasamkomulag hefur verið endurskoðað og þjóðkirkjan þar með öðlast aukið fjárhagslegt sjálfstæði er brýnt að hefja umræður um framtíðarsýn hennar. Mikilvægt er að umræðan fari fram á sem víðtækustum vettvangi og að sem flest starfsfólk og aðrir sem áhuga hafa á málefnum þjóðkirkjunnar taki þátt. Þér er því boðið að taka þátt í fundi sem haldinn verður í safnaðarheimili Glerárkirkju sunnudaginn 15. mars n.k. kl. 15–17 um
Þjóðkirkjuna á 21. öld. Ástand og horfur
Við vonumst eftir að þú sjáir þér fært að koma til fundarins og taka þátt í samræðum. Þá óskum við eftir að þú áframsendir þetta boð til annarra sem þú telur að áhuga hafi á.
Sr. Jónína Ólafsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli
Stefán Magnússon kirkjuþings- og kirkjuráðsmaður
Hjalti Hugason prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.
Fundarstjóri: Sr. Stefanía Steinsdóttir prestur við Glerárkirkju
Fundurinn er öllum opinn en trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar er sérstaklega boðið.
Stefnt er að því að streyma málþinginu og setja það hér inn á vefinn til að fylgja því eftir í umræðunni sem er í gangi innan kirkjunnar.