Opnaður hefur verið upplýsingavefur Þjóðkirkjunnar varðandi atkvæðagreiðslu um stjórnarskrártillögu þá sem kynnt er með heimsendum bæklingi fyrir þjóðinni allri. Á forsíðu upplýsingavefsins segir frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup, m.a.: ,,Ég hvet til þess að spurningu um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá verði svarað játandi. ...þar sem stjórnarskráin er í grunninn sáttmáli okkar um undirstöður samfélagsins, er mikilvægt að um mögulegar breytingar á stjórnarskrá ríki breið sátt."