Í nýjasta hefti Kirkjuritsins (78. árg. 1. h. 2012, bls. 10–16) birti Geir Waage grein er hann nefnir „Um Þjóðkirkjuna við tímamót“. Þeirri grein svarar dr. Hjalti Hugason með pistli á trú.is sem hann nefnir: "Þjóðkirkja við tímamót". Þar segir Hjalti meðal annars: "Raunar vekur grein Geirs upp spurninguna hvort lúthersk kirkja sé fremur kirkja presta eða safnaða. Hann vill sýnilega standa vörð um það sem kallað hefur verið „prestakirkja“."