,,Brátt verður gengið til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þar verður meðal annars spurt um stöðu Þjóðkirkjunnar: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Flestir hafi skoðanir á stöðu Þjóðkirkjunnar, ekki aðeins í stjórnarskránni heldur í samfélaginu almennt. En ef til vill hafa færri velt því fyrir sér um hvað komandi þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu Þjóðkirkjunnar snýst." skrifar sr. Gunnar Jóhannesson í pistli sem er birtur á trú.is í dag.