Árlega er boðað til Þrettánduakademíu í Skálholti. Í ár hefst hún mánudaginn 7. janúar og stendur fram á miðvikudaginn 9. janúar. Akademían er símenntunarnámskeið presta og guðfræðinga sem nú er haldið í 25. sinn. Að þessu sinni verður fjallað um efnið að verða og vera prestur og akademían verður eins konar tímaferðalag í gegnum reynslu og skoðanir guðfræðinga og presta, allt frá nýútskrifuðum guðfræðingum til presta sem störfuðu um áratuga skeið í kirkjunni.
Prestar Glerárkirkju þau sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir munu bæði sækja námskeiðið og því falla viðtalstímar þeirra niður þriðjudaginn 8. janúar og miðvikudaginn 9. janúar. Bent er á að djákni Glerárkirkju, Pétur Björgvin Þorsteinsson verður til viðtals á þriðjudeginum og miðvikudeginum frá 11:00 til 12:00. Einnig er bent á að ef þannig stendur á hjá fólki er velkomið að hafa samband við prestana í farsíma þeirra og munu þau hringja til baka við fyrsta tækifæri:
Nánar má fræðast um dagskrá Akademíunnar á kirkjan.is.