Komin er á heimasíðu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar grein undir heitinu: ,,Til skiptis hjá foreldrum – líðan og aðlögun unglinga" eftir fjölskyldugerðum eftir Benedikt Jóhannsson, sálfræðing Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Greinin lýsir niðurstöðum úr samvinnuverkefni milli Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og félagsþjónustunnar í tveimur hverfum Reykjavíkurborgar.
Meginmarkmið verkefnisins var að varpa ljósi á hvernig líðan og aðlögun unglinga á Íslandi tengist því við hvaða fjölskyldugerð þeir búa. Athyglinni er einkum beint að þeim unglingum sem búa til skiptis hjá foreldrum og hvernig þeir koma út miðað við aðra unglinga.